Höfuð verður grætt á búk

Skrifað um April 11, 2015 · in Almennt

Rússi nokkur, Valery Spiridonov að nafni, hefur að eigin ósk ákveðið að gangast undir all sérstæða aðgerð, sem er fólgin í því, að höfuð hans verður flutt yfir á búk annars manns. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú, að hann þjáist af mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem veldur því að allir vöðvar visna (Werdnig-Hoffman sjúdómur). Hann segist ekki hafa neinu að tapa, því að hrörnunin gengur hratt.

Hér má sjá margar myndir af Valery Spiridonov:

Það er ítalski læknirinn Sergio Canavero, sem ætlar að framkvæma aðgerðina, ásamt 150 mönnum öðrum, að því er kemur fram í blaðinu The Independent. Stefnt er að því, að aðgerðin fari fram innan tveggja ára.

Sergio Canavero hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka þetta verkefni að sér og sumir hafa líkt honum við dr. Frankenstein. Sergio segist þó sannfærður um, að ágræðslan muni takast.

 

Ætlunin er að flytja höfuðið á Valery á búk manns, sem er heiladauður, en er heill að öðru leyti. Þvílík aðgerð hefur aldrei verið reynd áður á mönnum. Árið 1970 var reynt að flytja apahaus á annan apa, en búkurinn hafnaði ágræðslunni og apinn drapst á áttunda degi.

Þekktir heilaskurðlæknar, þar á meðal Hunt Batjer (prófessor og formaður Neurological Surgery), halda því fram, að slík ágræðsla sé ómöguleg. Þeir þykjast vissir um, að sjúklingurinn muni hvorki geta andað né hreyft sig eftir aðgerðina; helzti flöskuhálsinn sé mænan.

Sergio Canavero er þó viss um, að honum muni takast að græða höfuðið á búk og hann muni kæla mænuna verulega og beita „töfra meðali“, svo að hann kvíðir engu.

Hér má lesa um Sergio Canavero:

 

ÁHB / 11. apríl 2015

 

Leitarorð:


Leave a Reply