Chlamydia – gerlar til góðs og ills

Skrifað um November 18, 2013 · in Almennt


Flestum, sem heyra klamydíu getið, dettur fyrst í hug slæmur kynsjúkdómur, egypzka augnveikin (trakom) eða lífshættulegur lugnasjúkdómur, sem gengur undir nafninu twar. Þá orsakast páfagaukaveiki af náskyldum gerli, en það er þrálátur lungnasjúkdómur, sem berst úr fuglum í menn.

En þessir gerlar eru ekki bara djöfullegir, heldur hafa þeir komið ýmsu gagnlegu til leiðar.

Talið er, að fyrir um þúsund miljón árum hafi blágerlar tekið sér bólfestu í frumum plantna og orðið að grænukornum, sem sjá um ljóstillífun. (Ágæta grein um það má finna hér.)

Nú hafa fræðimenn komizt að því, að þetta hefði ekki orðið nema fyrir tilstilli gerilsins Chlamydia. Athuganir hafa leitt í ljós, að í vefplöntum eru að minnsta kosti fimmtíu gen upprunnin í klamydíu-gerlum. Þar á meðal er sérstaklega eitt gen, sem stjórnar myndun prótíns, sem sér um flutningi sykra (kolhydrata) á milli plöntufrumunnar og blágerlanna. Án þessa gens hefðu vefplöntur ekki orðið frumbjarga, það er að segja getað framleitt lífræn efni og gefið frá sér súrefni.

Um þetta má lesa hér, sem er heimild að þessum pistli:

Evidence That Plant-Like Genes in Chlamydia Species Reflect an Ancestral Relationship between Chlamydiaceae, Cyanobacteria, and the Chloroplast

 

ÁHB / 18. nóv. 2013

Leitarorð:


Leave a Reply