Ættkvíslin alurtir – Subularia L. – telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Plöntur kvíslarinnar eru smávaxnir, hárlausir einæringar. Stöngull er uppréttur, sívalur, blaðlaus; oft nokkrir stönglar saman. Blöð eru öll í stofnhvirfingu, allaga, allt að 3 cm á lengd. Blómskipun er fáblóma klasi, á stundum með aðeins einu blómi. Bikarblöð snubbótt, með mjóan himnufald. […]
Lesa meira »