Jungermannia — bleðlumosar

Skrifað um April 16, 2017 · in Mosar · 26 Comments

Ættkvíslin Jungermannia L. (bleðlumosar) tilheyrir Jungermanniaceae (bleðlumosaætt) ásamt kvíslinni Nardia (naddmosum). Plöntur eru með stöngul og blöð, miðlungi stórar til smáar. Þær eru jarðlægar eða uppsveigðar, lítt greinóttar en á stundum með renglur. Blöð eru oftast nær því að vera kringlótt, bogadregin en á stundum er vik í enda. Engin undirblöð og æxlikorn sjaldséð (J. caespiticia). Plöntur eru ein- eða tvíkynja. Fósturhylki situr á stundum á svo kölluðum stöngulhólki, sem er framhald af stöngulenda. Hylkið mjókkar jafnt fram að opi eða snögglega og þá myndast þar stutt trýni.

 

Lykill að tegundum innan Jungermannia:

1 Stöngulhólkur hár. Lengd frumna í kvenhlífarblöðum tvöföld á við breidd. Rætlingar oft rauðir. Olíudropar greinilega grófkornóttir …………… 2
1 Stöngulhólkur lágur eða enginn. Lengd frumna í kvenhlífarblöðum styttri. Rætlingar ekki rauðir (á stundum rauðbleikir). Olíudropar e.t.v. fínkornóttir ……………………………. 4

2 Plöntur einkynja. Blöð álíka breið og löng eða breiðari. Blaðfrumur með hornþykknun ………… …………………………………………….. J. hyalina
2 Plöntur tvíkynja. Lengd blaða er meiri en breidd eða álíka. Hornþykknun ekki áberandi ………………………… 3

3 Plöntur 1-4 cm, breidd sprota 1-3 mm. Efstu blöð baksveigð …………… …… ……………… J. obovata ssp. obovata
3 Plöntur 0,5-1,5 cm, breidd sprota 0,5-1,5 mm. Efstu blöð upprétt ……………. J. obovata ssp. minor (syn. J. subelliptica)

4 Blöð egglaga, lengd meiri en breidd. Fósturhylki ekki með trýni. Frumur í blaðmiðju 15-22 µm á breidd …………………………………………………… 5
4 Blöð kringlótt eða breidd meiri en lengd. Fósturhylki með trýni. Frumur í blaðmiðju 24 µm á breidd eða meira ………………………………………… 8

5 Blöð hjartalaga og blaðgrunnur lykur um stöngul. Plöntur stórar, 2-12 cm á lengd, breidd sprota 1-4,7(-7) mm. Sterk lykt er af lifandi eintökum, verða svartleitar við þurrkun ……………… J. exsertifolia ssp. cordifolia
5 Blöð sporlaga til egglaga. Plöntur styttri en 3 cm …………………. 6

6 Tvíkynja. Frumuyfirborð greinilega strikvörtótt …………. J. pumila
6 Einkynja. Frumuyfirborð ekki eða ógreinilega strikvörtótt. …………… 7

7 Blöð oft með vik í endann, næstum kringlótt. Breidd sprota 1-3 mm, verða um 3 cm á lengd. Gulgrænar til ljósbrúnar. Hornþykknun engin eða lítil ………………… J. lanceolata
7 Blöð kúpt og oft með hettulaga enda, egglaga. Breidd sprota 0,3-1,5 mm, verða 1,5 cm á lengd. Grágrænar, rauðbrúnar til svartleitar. Hornþykknun jafnan greinileg …….. J. borealis

8 Frumur í blaðrönd mun stærri og með þykkari veggi en í blaðmiðju (á f. gracillima eru aðeins einstakar frumur stærri) ……… J. gracillima
8 Frumur í blaðrönd skera sig ekkert úr ………………………………. 9

9 Æxlikorn á stöngulenda. Frumur í blaðjaðri 30-40 µm á breidd. Olíudropi í hverri frumu 1(-2) ……. ……………………….. J. caespiticia
9 Engin æxlikorn. Frumur í blaðjaðri mjórri en 30 µm á breidd. Olíudropar í hverri frumu >2 ………………………….. 10
10 Rætlingar í brúskum og líka á blöðum. Hornþykknun stór og áberandi. Frumur í blaðmiðju 25-35 x 25-40 µm ……. J. confertissima
10 Rætlingar jafnt dreifðir og aldrei á blöðum. Hornþykknun lítil. Frumur í blaðmiðju 24-32 x 32-36 µm ………… J. sphaerocarpa

 

Lýsing á tegundum innan Jungermannia:

 

Jungermannia borealis Damsh. & Váňa — Dökkbleðla

Sprotar 0,4-1,2 mm á breidd, 0,4-1,5 cm á lengd. Tegundin er nauðalík J. lanceolata; bezt er að þekkja hana á því, að gró eru stór, 19-25 µm að þvermáli svo og að plöntur eru svartlitar til rauðbrúnar.j_borealis

Fremur strjál um landið sunnan- og vestanvert. Vex í rekju, bæði í sendnum jarðvegi og á klettum.

 

Jungermannia caespiticia Lindenb. — Hverableðla

Sprotar 0,5-1,4 mm á breidd, 0,2-0,6 cm á lengd. Tegundin sker sig úr vegna þess, að í hverri frumu er aðeins einn tiltölulega stór olíudropi; að auki myndast æxlikorn í sprotaenda og er hann því oft bólginn. Helzt er hætta á að rugla tegundinni saman við J. gracillima. En þessi tegund hefur stærri frumur, 30-50 µm á breidd (hin aðeins 23-25 µm), hornþykknun er engin hér, blöð eru ekki jöðruð af stórum frumum, verður ekki rauðbrún með aldrinum og er ekki með stöngulhólk.j_caesp

Mjög sjaldgæf. Vex í leirflögum í nánd við heitt vatn.

 

 

Jungermannia confertissima Nees — Ljósbleðla

Sprotar 1-2 mm á breidd, 0,5-3 cm á lengd. Tegundin þekkist helzt á mörgum rætlingum, sem mynda knippi, vaxa líka út frá blaðgrunni. Plöntur oft rauðlitar, einkum fósturhylki. Hornþykknun stór og greinileg.j_confert

Fremur sjaldgæf. Vex á rökum stöðum

 

 

 

 

Jungermannia exsertifolia Steph.
ssp. cordifolia (Dumort.) Váňa — Lækjableðla

Sprotar 1-4 mm á breidd, 2-12 cm á lengd. Þetta er stórvaxnasta bleðlutegundin. Blaðgrunnur lykur um stöngul. Frumuveggir dökkbrúnir eða svartleitir, hornþykknun lítil sem engin, frumur greinilega strikvörtóttar. Fósturhylki nær vel upp fyrir efstu kvenhlífarblöð, stöngulhólkur enginn.j_exserti

Mjög algeng tegund. Vex við vatnsföll, oft á kafi.

 

 

 

Jungermannia gracillima Sm. — Laugableðla

Sprotar 0,5-1,3 mm á breidd, 0,5-5 cm á lengd. Mjög breytileg tegund. Öruggast er að þekkja hana á stórum, uppblásnum frumum á blaðjöðrum. Þessar frumur eru um helmingi stærri en aðrar frumur í blöðum. Til eru afbrigði, sem mjög erfitt er að greina. Plöntur eru föl- til hvítgrænar í fyrstu en verða snemma rauðleitar, einkum á efstu blöðum og fóstuhylki.jung_gra

Vex í nær öllum landshlutum og einnig í miðhálendi. Er einkum á hverasvæðum en einnig í moldarflögum og á skurðbökkum.

 

 

 

Jungermannia hyalina Lyell — Vætubleðla

Sprotar 1,5-3,2 mm á breidd, 1-2 cm á lengd. Blöð eru mjög skástæð, breiðust við grunn og hornþykknun áberandi. Frumuyfirborð slétt eða lítið strikvörtótt. Rætlingar oftast rauðir. Yfirborðsfrumur stönguls eru þunnveggja og lengdin á þeim er 5-10 sinnum meiri en breiddin. Plöntur eru einkynja.j_hyal

Sjaldséð tegund. Vex í raka í ýmiss konar votlendi og á jarðhitasvæðum.

 

 

 

Jungermannia lanceolata L. emend Grolle — Gulbleðla

Sprotar 0,5-5 mm á breidd, 0,3-4 cm á lengd. Bezt að þekkja tegundina á því, að frumuveggir eru þunnir og hornþykknun óveruleg, blöð nærri kringlótt eða aflangt egglaga, þó oft með vik í enda, er jafnan olívugræn eða gulgræn og er einkynja. Karl- og kvenplöntur virðast ekki vaxa á sama stað. Oftast með fósturhylkjum og frjóhirzlum.j_lanceolata

Mjög sjaldgæf. Vex í raklendi.

 

 

 

 

 

Jungermannia obovata Nees — Roðableðla
ssp. obovata — Roðableðla
ssp. minor (Carrington) Damsh. — Bakkableðla (syn. J. subelliptica)

Sprotar 0,6-5 mm á breidd, 0,4-5 cm á lengd. Helzt er hætta á að rugla þessari tegund saman við J. hyalina, þar sem rætlingar beggja eru oftast rauðir. En þessi tegund er tvíkynja, stöngulhólkur er mjög hár, blaðgrunnur er mjór, blaðendi oft baksveigður, hornþykknun er lítil og frumuyfirborð mjög strikvörtótt. Hvað varðar aðgreiningu á undirtegundum, sjá greiningarlykil hér að ofan.j_obov

Mjög algeng um land allt. Vex í margs konar votlendi og þar, sem raka er að finna.

 

 

Jungermannia pumila With. — lænubleðla
ssp. pumila — lænubleðla
ssp. polaris (Lindb.) Damsh. — fjallableðla

Sprotar 0,5-3 mm á breidd, 0,1-3 cm á lengd. Tegundin er tvíkynja og er það öruggasta einkennið til að greina hana frá J. lanceolota og J. borealis.j_pumila

Nú er þessari tegund skipt í tvær undirtegundir, sem áður voru taldar fullgildar tegundir. Báðar vaxa þær í rekju, en ssp. polaris einkum til fjalla, er 0,1-1,2 cm á lengd og lengd og breidd blaða er svipuð, en ssp. polaris vex vítt og breytt um landið og er 0,3-3 cm á lengd og lengd blaða er meiri en breiddin.

 

Jungermannia sphaerocarpa Hook. — Sytrubleðla

Sprotar 1-3 mm á breidd, 0,5-4 cm á lengd. Mjög breytileg tegund. Plöntur grænar nema þær vaxi í mikilli birtu. Plöntur eru tvíkynja, fósturhylki með trýni, stöngulhólkur stuttur eða enginn, Frumuveggir þunnir, hornþykknun lítil, Rætlingar margir, ljósbrúnir eða litlausir (sjaldan rauðlitir), koma á stundum út frá blaðgrunni en ekki í knippum eins og hjá J. confertissima.j_sphaero

Mjög sjaldgæf. Vex við ár og læki.

 

 

 

ÁHB / 16. apríl 2017

Helztu heimildir:

Ágúst H. Bjarnason, 2009: Tegunda- og samheitaskrá um íslenzka lifurmosa og hornmosa (Marchantiophyta et Anthocerotophyta). Fjölrit Vistfræðistofu n:r 37.

Bergþór Jóhannsson, 2000: Íslenskir mosar. Lápmosaætt, kólfmosaætt og væskilmosaætt. – Fjölrit Náttúrufræðistofnuna 41.

Tomas Hallinbäck och Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. – Interpublishing. Stockholm 2008. 288 s.

Damsholt, K., 2002: Illustrated Flora of Nordic Liverworts and Hornworts. – Nord. Bryol. Soc. Lund. 840 s.

 

Leitarorð:

26 Responses to “Jungermannia — bleðlumosar”
 1. viagra cialis online pharmacy

 2. expacuava says:

  http://buypropeciaon.com/ – is propecia worth it

 3. Cialis says:

  Amoxicillin And Wine

 4. effenny says:

  https://buystromectolon.com/ – stromectol tablete

 5. Zithromax says:

  Propecia Sindrome Di Klinefelter

 6. Lasix says:

  Retina A Without A Rx

 7. Wishene says:

  https://buylasixshop.com/ – buying lasix online

 8. Prednisone says:

  Cytotec Et Saignement

 9. Neurontine says:

  very cheap cialis

 10. joypehops says:

  https://buyneurontine.com/ – gabapentin prescription

Leave a Reply