Á meðan land byggist – Kvikmyndagagnrýni

Skrifað um July 16, 2012 · in Almennt · 7 Comments

KVIKMYND – Náttúrufræði
Á meðan land byggist
Höfundur: Ómar Ragnarsson. Myndataka: Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason.
Samsetning: Ragnar Santos. Grafík: Bjarni Hinriksson.
Þulir: Ómar Ragnarsson og Ragnheiður Clausen.
Söngur: Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Útsetningar og hljóðfærasláttur: Þórir Úlfarsson og Gunnar Þórðarson.
Aðstoð og akstur: Helga Jóhannsdóttir.
Framleiðandi: Hugmyndaflug ehf. 2003.
Kvikmyndagagnrýni, Morgunblaðið 24. apríl 2003:58.

Hafin er smíði á stærsta mannvirki á Íslandi rétt norðan við stærstu jökulbreiðu í Evrópu á einu fáförulasta víðerni álfunnar. Það er því ekki að undra, að upp skuli rísa hávær andstaða við þá ráðagerð, um þremur áratugum eftir að almenningur fór yfirhöfuð fyrst að ígrunda og meta gildi verðmæta, sem felast í sjálfri náttúrunni. Í umræðunni hefur
verið tekizt á um efnahags-, náttúrufræði- og tilfinningaleg rök, en í raun var pólitíkin ein látin ráða að lokum, hversu skynsamlegt sem það kann að reynast.

Enginn hefur verið ötulli en hinn víðkunni og reyndi sjónvarpsmaður Ómar Ragnarsson við að kynna fólki fyrirhugaða ráðagerð og áhrif hennar
á umhverfið. Hann hefur gert þetta í mörgum fréttapistlum og nú síðast með myndinni »Á meðan land byggist«, sem var sýnd í sjónvarpi nú fyrir skömmu.

Meginstef myndarinnar er vatnsaflsvirkjanir og þjóðgarðar eða hvort þetta tvennt sé samrýmanlegt, svo að deiluaðilar geti báðir unað glaðir
við að lokum. Í upphafi er farið til þriggja landa, Bandaríkjanna, Kanada og Noregs, og veitt innsýn í, hvernig staðið hefur verið að
slíkum málum þar, bæði fyrrum og nú. Um margt er þetta fróðleg frásögn og sýnir mikinn undraheim, en þó er það harla fátt, sem er sammerkt með aðstæðum hér á Fróni nema einna helzt í Noregi.

Þegar heim er komið er ferðast um um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar bæði á láði og í lofti. Segja má, að farið sé um allt svæðið, oft frá
ólíkum sjónarhólum, svo að allgóð mynd fæst af því. Hætt er þó við, að ýmsir hafi ekki náð að átta sig fyllilega á aðstæðum hverju sinni, því
að oft var farið hratt yfir. Sum myndskeiðin eru mjög eftirminnileg, eins og þegar vél flýgur niðri í glúfrunum miklu og einnig óviðjafnanlegt fossaval, svo að fátt eitt sé nefnt.

Höfuðdrættir í landslagi eru mikið sýndir, en mjög góðum myndum er þó brugðið upp af einstökum jarðmyndunum. Því miður verður lífríkið
eilítið útundan, en þó er minnzt á gæsir og hreindýr og mikil hætta talin á, að hin síðar nefndu verði fyrir verulegum skakkaföllum, því að
gildustu burðarsvæði þeirra fara undir vatn. Í myndinni kemur fram, að engar athuganir hafi verið gerðar á því, hvernig þeim muni reiða af og
er það með ólíkindum. Það er leitun á annarri þjóð, sem lætur það viðgangast að hunza slíkar athuganir.

Á hinn bóginn verður að hafa það í huga, að ósennilegt er, að höfundur hafi ætlað sér að gera einhverja fræðslumynd af náttúrunni, hvað þá að
lýsa áhrifum framkvæmda á mannlíf í þessum landshluta. Allt það er efni í aðra og annars konar mynd. Mynd Ómars er miklu heldur af fegurðinni,
náttúrlegum dýrgripum, og gerð af einlægri væntumþykju á landinu. Hann nálgast viðfangsefnið sem leiðsögumaður og lætur áhorfandanum eftir að
dæma. Þannig er myndin laus við allan áróður og kannski hefur hún ekki breytt skoðunum fólks. En það er síður en svo galli á góðri mynd.

Ómar hefur lagt á sig ómælt erfiði við að taka myndina og staðið sjálfur undir öllum útgjöldum. Útlagður kostnaður verður ef til vill
seint endurgoldinn en víst má telja, að þetta óeigingjarna framtak Ómars hefur aukið verulega hróður hans sem þess manns, sem einna mest
og bezt hefur frætt þjóðina um hennar eigið land. Tvímælalaust eykst gildi þessarar myndar eftir því sem árin líða, hvernig svo sem framkvæmdum reiðir af.

Leitarorð:

7 Responses to “Á meðan land byggist – Kvikmyndagagnrýni”
 1. ulan 2 yildir takip ediyosun yaz bari be vicdansizz ????

 2. Kostenlose slots spiele und spiele, kmws spiel platz casino velden spielautomaten.

 3. lkgdqo says:

  Slot auszahlungswahrscheinlichkeit, bcffwg – kostenlose spiele zum herunterladen von slots.

 4. UgoJab says:

  [url=http://flagyl.today/]flagyl 500 mg online pharmacy[/url]

 5. AlanJab says:

  [url=http://viagra200mgpills.monster/]sildenafil price[/url]

 6. CarlJab says:

  [url=https://genericviagra150mgpill.monster/]discount generic viagra online[/url]

Leave a Reply