Þeir, sem hætta sér út fyrir malbikið, sjá oft fallega hluti. Á eyrum meðfram lækjarsprænum gróa mosabreiður, sem eru mjög áberandi um þessar mundir áður en klófífa, hálmgresi og blaðríkar tegundir skyggja á þær. Dæmigerðar áreyrar eru vaxnar breiðum af Calliergonella cuspidata (geirsnudda), sem ýmist er grænn, gulgrænn eða gulbrúnn og Philonotis fontana (dýjahnappi), sem […]
Lesa meira »