Lomber

Skrifað um July 18, 2012 · in Almennt · 98 Comments

1989: LOMBER. Sex síður. Fjölritað. Reykjavík í maí.

 

 

 

 

L O M B E R

 

 

 

Spilið lomber er um margt ólíkt öðrum spilum. Það var mikið spilað hér á árum áður, en bridsinn varð smám saman ofan á og kunna nú sífellt færri og færri þetta göfuga spil. Nafnið lomber er líkast til dregið af spænska orðinu l’hombre, maður. – Hér verður stuttlega rætt um helztu reglur, sem gilda, en í þessu spili sem öðrum er það fyrst og fremst æfingin, sem skapar meistarann.

 

 

UNDIRBÚNINGUR

Fyrst er að nefna, að úr spilastokk er kastað öllum áttum, níum og tíum, svo að heildarfjöldi spila er 40. Þrír spila hverju sinni en oft sitja fjórir að spilum, og situr þáalltaf einn yfir og borgar hann í pottinn til jafns við aðra, ef pottur er með í spilinu. Gott er að láta þann, sem situr yfir, deila út spilum úr stokk til þeirra, sem spila hverju sinni.

 

 

GJÖF

Hverjum manni eru gefin níu spil, þrjú í senn og eru þá þrettán eftir í stokki, sem má kaupa úr eftir ákveðnum reglum. Spilið gengur í hring á móti sólu, öfugt við flest önnur spil. Sá, sem er í forhönd, byrjar á að segja á sín spil og síðan næsti maður honum áhægri hönd og að lokum sá, sem gaf. Einn fær sögnina eftir að allir hafa sagt á sín spil og sameinast þá hinir tveir á móti sagnhafa og reyna að fella hann. Góð samvinna mótherja er því mikilvæg. Sagnir eru missterkar og gildir sú sögn að lokum, sem hefur mestan þunga.

 

 

SAGNIR

Sagnir ráða miklu um, hver spilaröðin verður í hverju spili. Sögnunum má skipta í tvo flokka: Taka sem flesta slagi eða engan.

 

Í fyrra tilviki eru sagnir: einfalt spil

spil betra (spaðaspil)

velta

grandissimo (kóngasóló)

ásavelta

sóló (venjul.)

spaðasóló

 

Í síðara tilviki eru sagnir: kúppa

hrein nóló (venjul.)

hrein yfir (»ouvert«)

 

Gildi sagna fer eftir þessari röð: spil -> spaðaspil -> velta -> kúpp -> ásavelta -> grand­issimo -> sóló -> spaða-sóló -> hrein-nóló -> hrein-nóló yfir (ouvert).

 

 

SPADELÍA-MANILÍA-BASTI

Formattadorar nefnast þrjú hæstu spil í flestum sögnum (nema kúpu og hreinni) og eru mikið til hin sömu. Svartir ásar hafa mikla sér­stöðu. Spaðaásinn er ávallt hæsta spil og nefnist spadelía (S), oft nefnd spadda. Laufaás er þriðja hæsta spil og nefnist basti (B). Annað hæsta spil, manilía, er ­tvistur annað hvort í spaða eða laufi, ef svartur litur er tromp (M), en tígul- eða hjartasjöa (M), sé rauður litur tromp. Með öðrum orðum lægsta spil tromplitar flyzt upp sem næsthæsta spil, manilía (sjá síðar). Gildi annarra spila ræðst síðan af sögn og lit.

Óslitin röð af trompum frá spadilíu og niður nefnast mattadorar. Sjaldgæft er að fá níu mattadora á hendi og þykir slíkt frétt­næmt mjög.

Í lomber gildir sú almenna regla, að svara verður með lit (bekenna) hverju sinni. Á þessu er þó undantekning. Setji einhver út manilíu eru menn skyldugir að setja út öll lægri tromp, en ekki spadelíu. Á sama hátt eru menn skyldugir að setja út öll tromp fyrir neðan basta, sé hann settur út, en hvorki spadelíu né manelíu. Þær má geyma. Hins vegar eru menn skyldugir bæði með manelíu og basta, ef spadelía er sett út.

 

 

SPILARÖÐ

Rétt er að huga að spilaröðinni en hún getur verið breytileg. Meginreglan er, að svörtu litirnir eru í réttri röð en rauðu litirnir, nema mannspil, í öfugri. Að öðru leyti fer spilaröðin eftir því hver sögnin er og einkum hvaða litur er tromp.

 

A. Þegar sagnhafi ætlar að vinna spil með því að taka slagi gildir:

 

1. Ef spaði er tromp, er spilaröðin þessi (M=2 spaði):

 

S-M-B

K,D,G,7,6,5,4,3 í spaða

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í laufi

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í hjarta

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í tígli

 

2. Ef lauf er tromp, er spilaröðin þessi (M=2 lauf):

 

S-M-B

K,D,G,7,6,5,4,3 í laufi

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í spaða

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í hjarta

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í tígli

 

3. Ef hjarta er tromp, er spilaröðin þessi (takið eftir því að M=7 hjarta):

S-M-B

A,K,D,G,2,3,4,5,6 í hjarta

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í spaða

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í laufi

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í tígli

 

4. Ef tígull er tromp, er spilaröðin þessi (takið eftir því að M=7 tígull):

S-M-B

A,K,D,G,2,3,4,5,6 í tígli

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í spaða

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í laufi

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í hjarta

 

Helzta breytingin, þegar rauður litur er tromp, er, að manilía er sjöa í rauðum lit (M) og svörtu tvistarnir eru komnir á sinn stað; einnig að í tromplit flyzt rauður ás (A), sem nefnist þá ponti, upp fyrir kóng (K), en hann kallast fósi.

 

5. Á stundum er spilað »grandissimo«, en það tíðkast þó ekki alls staðar. Þá er spilaröðin þessi:

 

S-B

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í spaða

K,D,G,7,6,5,4,3,2 í laufi

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í hjarta

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í tígli

 

Sérstök athygli er vakin á því, að í »grandissimo« er engin manilía. Tromplitur er enginn, hæstu trompin eru spadelía og basti, og þá kóngar í öllum litum. Ef spöddu er spilað út, er sá, sem hefur basta skyldugur að láta hann af hendi.

 

 

B. Þegar sagnhafi ætlar enga slagi að taka í »kúpp« eða »hreinni« hverfa S-M-B og þau spil falla inn í eðlilega spilaröð; hún er þá þessi:

K,D,G,7,6,5,4,3,2,A í spaða

K,D,G,7,6,5,4,3,2,A í laufi

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í hjarta

K,D,G,A,2,3,4,5,6,7 í tígli

 

 

Þótt þetta sýnist flókið lærist það fljótt, einkum ef annar spilabunki er hafður til hliðsjónar.

 

 

VINNA OG TAPA

Til þess að vinna spil þarf sagnhafi að fá fimm slagi. Á stundum nægja aðeins fjórir slagir, ef sagnhafi getur komið því þannig fyrir, að aðrir slagir skiptist á milli mót­herja, svo að annar fái tvo og hinn þrjá. Þetta er kallað »að verða frír á fjórum«.

Fái sagnhafi og annar mótherja fjóra slagi og hinn þá einn slag, tapar hann spilinu og verður »ein bit« eins og það er kallað.

Fái sagnhafi einum slagi minna en annar mótherja tapar hann spilinu og er sagt, að hann verði »krúkk«. Fái sagnhafi aðeins tvo slagi verður hann »koðradilla« eins og sagt er og þykir það hin mesta skömm, en borgar sama og þegar hann verður »krúkk«.

Komist sagnhafi að því eftir fyrsta útspil, að hann getur ekki unnið spilið, má hann »leggja sig« eins og það er kallað, nema í »kúppu«. »Kúpp« verður að spila til enda, hvað sem það kostar.

Fái allir þrjá slagi verður »remis« (þ.e. jafntefli). Þar sem sagnhafi hefur hálftapað spilinu og mótherjum ekki tekizt að fella hann, er sá háttur oft hafður á, að allir borga »eina bit« í pott, ef hann er notaður.

 

 

DÆMI UM SAGNIR

Dæmi um hvernig sagnir geta gengið skulu tilfærð nokkur og jafnframt sagt frá hvaða hlutverki stokkur með 13 spilum gegnir.

I. Segi allir pass, er gefið á ný, og oft er borgað »ein bit« í pott.

II. Telji spilari, að hann geti unnið spilið með því að draga úr stokk og bætt sín spil með örlítilli heppni, getur hann sagt »spil«. Við spilsögn koma ýmsir möguleikar til greina, en það er ekki unnt að hækka sögnina upp í sóló eða hreina:

 

A. Ef hinir segja pass við þeirri sögn, fær sagnhafi fyrstur að kaupa úr stokk þann lit, sem hann kýs og mótspilarar á eftir. Þetta er nefnt »að kaupa til litar«.

 

B. Ef annar telur sig geta unnið spilið á spaða með því að »kaupa til litar«, segir hann »spil betra« eða »spaðaspil« og fær hann þá fyrstur að kaupa og hinir á eftir. – Segi sagnhafi »spil betra« strax í upphafi, verður annar hvor hinna að ná til sín sögninni með hærri sögn. – Hafi sagnhafi t.d. haft í huga »kúpp«, segir hann það og er það sterkari sögn en »spil betra« eða »velta«.

 

C. Ef annar vill freista gæfunnar, getur hann sagt við sagn­hafa að lokinni spilsögn: »Eg býð þér veltuna.« Ef sagnhafi vill þiggja það, dregur hann fyrsta spil úr stokk og ræður það trompi og kaupir hann síðan fyrstur eins mörg spil og hann óskar og hinir á eftir. Gefi sagnhafi veltuna frá sér fær hinn að freista gæfunnar. – Sagnhafi getur sjálfur sagt í upphafi eða á eftir spilsögn, »eg velti« eða einfaldlega: »Túrnir« (komið af »tourné«).

 

D. Sagnhafi getur líka eftir spilsögn, þegar aðrir hafa passað, sagt: »Eg kúppa.« Það merkir, að sagnhafi ætlar enga slagi að taka og fær að henda nokkrum háum spilum (oft 2-4) og draga jafnmörg önnur úr stokk. Mótherjar mega ekki kaupa úr stokk, þegar »kúpp« er sögnin. Sjá nánar lið III.

 

E. Ef annar vill freista gæfunnar og reyna »kúpp«, getur hann sagt við sagnhafa: »Eg býð þér kúpp(u).« Sagnhafi fær þá að velja, hvort hann vill taka »kúppu« eða gefa hana frá sér.

III. Telji sagnhafi, að hann geti spilað án þess að taka slag, ef hann losar sig við fáein spil og dregur önnur úr stokk, segir hann »kúpp« (»kaupa-nóló«). Á stundum er sagt: »Eitt ágrúfu«, »tvö á grúfu« o.s.frv. eftir því hve mörg spil sagnhafi ætlar að kasta af sér. »Kúpp« er spennandi sögn en nokkuð áhættusöm. Sagnhafi getur sagt »kúpp« strax í upphafi en hann getur líka hækkað sig úr »spili« (sjá lið II-C). Bannað er að »leggja sig« í þessu spili. (Sumir hafa á stundum þann hátt á að henda öllum níu spilunum og taka tíu spil úr stokk og losa sig síðan við eitt. Þessi aðferð þykir hasaspilamennska og er kölluð »hlaupa-nóló«.)

IV. Fái sagnhafi bæði spöddu (S) og basta (B) á hönd, getur hann lagt ásana á borðið og sagt »ásavelta« (á stundum kallað: »grand-túrnir« eða »ása-túrnir«). Dregur hann þá efsta spil úr stokk og ræður það trompi. Síðan má hann kaupa önnur spil að vild og mótherjar þar á eftir. Nokkuð oft kemur það fyrir, að efsta spil í stokk er manilía, en það er ekki góðs viti, því að eins og segir: »Sjaldan fylgir maniliu meira.«

V. Sjái sagnhafi, að hann fái nægilega marga slagi til þess að vinna spilið án þess að kaupa úr stokk, segir hann »sóló«. Mótherjar fá að kaupa úr stokk að vild og reyna að komast hjá því að spil liggi.

A. Sóló í hjarta, laufi og tígli nefna menn aðeins »sóló«. Vert er að vekja athygli á, að »veikar sólóar vinnast oft« en gott er að muna, að það er einu trompi fleira írauðum lit en svörtum.

 

B. »Spaðasóló« er sterkari en »sóló« í öðrum lit. Hana er ekki unnt að yfirbjóða nema með »hreinni-nóló yfir« (sjá VI).

VI. Sjái sagnhafi, að hann komist hjá að taka slag án þess að kaupa úr stokk, segir hann »hrein« eða »hrein-nóló«. Enginn má kaupa úr stokk. Við fyrsta tapslag sagnhafa verður hann »bit« en við tvo slagi verður hann »krúkk« og þá lýkur spili. – Athuga ber, að ekki er leyfilegt að hækka sig úr »kúpp« í »hreina«.

 

A. »Hrein« er næsthæsta sögnin og þarf að segja hana að vel athuguðu máli.

 

B. »Hrein-nóló yfir« eða »hrein ouvert«, merkir borð­leggjandi, þ.e. að sagnhafi leggur spil sín á borðið og mega keppinautar reyna að fella hann með því að sjá spil hans. Nóg er að segja »ouvert« og leggja spilin niður eftir fyrsta útspil.

VII. Til viðbótar ofangreindum sögnum eru nokkrar aðrar sagnir og að auki tilbrigði. Mjög er misjafnt hvort þeim sé beitt nema »totus«, sem allir viðhafa.

 

A. Sjái sagnhafi fram á, að hann fái alla slagina níu segir hann »totus« (þ.e. allur). Þá sögn nægir að segja, þegar hann hefur fengið fimm slagi og á aðeins eftir að fá fjóra.

 

B. Þegar pass hefur gengið allan hringinn, getur sá, sem er í forhönd sagt: »Eg tek kaska.« Hann tekur þá átta efstu spil úr stokk og níunda spilið má hann annað hvort velja úr þeim, sem hann fékk á höndina eða níunda spil úr stokk. Þá getur hann sagt spil og valið tromplit. Mótherjar mega síðan kaupa þau fjögur eða fimm spil, sem eru eftir í stokki. – Á stundum er viðhöfð »spödduskylda«. Hún er fólgin í því, að sá, sem hefur spadilíu á hendi, er skyldugur að taka kaska.

 

C. Sitji fjórir að spilum, er stundum spilað svo kallað »mort«. Þá má sá er yfir situr, taka og velja sér níu spil úr stokk, þegar pass hefur gengið hringinn. Fær hann síðan að velja tromplit. Til þess að vinna þarf fimm slagi, en á stundum sex, ef hann hefur fengið spöddu með.

 

 

REIKNIREGLUR

Lomber er í eðli sínu peningaspil en menn geta ráðið hversu djarfir þeir eru í þeim efnum. Venja er að hafa þrjú mismunandi verðgildi á spilapeningum: einn – fimm – tíu. Síðan geta menn látið einn gilda eina krónu, tíu eða hundrað krónur, ef þeir vilja spila upp á peninga. Þá eru til nokkuð mismunandi reglur um hvernig greiðslum er háttað. Upphaflega giltu aðeins tvær meginreglur, annars vegar fyrir »pott-lomber« og hins vegar fyrir »rasle-lomber«, en nú tíðkast blendingur af hvoru tveggju.

Við upphaf »pott-lombers« borga allir tvær til sex »bitar« í pott eftir samkomulagi. Ef pass fer hring er borguð ein »bit« í pott hverju sinni. Síðan er borgað í og úr potti eftir föstum reglum. Greiðsla fyrir unnið spil er sótt í pottinn og þangað verða menn að greiða, tapi þeir spilinu.

Fyrir að vinna spil, veltu og spaðaspil fæst ein bit, tvær bitar fyrir kúpp, ásaveltu og sóló, þá þrjár bitar fyrir spaðasóló og hrein-nóló og loks sex bitar fyrir »hrein-nóló yfir«.

Tapi sagnhafi spili og verði »bit« borgar hann jafnmikið í pott og hann hefði fengið fyrir unnið spil. Hins vegar borgar hann einni »bit« meira fyrir hvert spil, verði hann »krúkk«.

Þegar »remis« verður, þ.e. allir fá þrjá slagi, er litið svo á, að allir tapi og borgar hver í pott jafnmikið og fengizt hefði fyrir unnið spil.

Í »rasle-lomber« er enginn pottur heldur greiðir hver spilamaður öðrum eða þiggur greiðslu frá mótherja. Sé fjórði maður með í spili fær hann greitt til jafns við aðra, þó að hann sitji yfir. Hér reiknast »remis« oft sem tapað spil og ber sagnhafa að greiða jafnmikið og fyrir »bit«. Sama gildir og, ef menn »leggja sig«.

Um greiðslur í »rasle-lomber« gilda sömu reglur og í því, sem hér fer á eftir að undanskildu því, sem segir um pottinn.

Margir, sem spila lomber, styðjast við reiknireglur, sem eru sambland af »pott-« og »rasle-lomber«. Við upphaf spils er spilapeningum deilt jafnt út og greiða allir eina »bit« ípott. Síðan fá menn greitt eða greiða eftir verðgildi sagna bæði til mótherja og í pott (sjá síðar).

Aðeins í tveimur sögnum geta menn unnið pottinn, í sóló og hreinni. Alltaf skal þóskilja eftir í potti jafnmargar »bitar« og fjöldi spilamanna (þrjár eða fjórar). Tapi menn hins vegar þvílíku spili, verða menn að tvöfalda fjárhæðina, sem er í potti það sinnið. Til þess að koma í veg fyrir of áhættusamt spil, þegar mikið er í potti, er oft samið áður en spil hefst um ákveðna hámarksupphæð, sem menn greiða eða fá greitt úr potti.

 

 

GREITT Í OG ÚR POTTI

Sagnhafi fær borgað frá mótherjum fyrir að vinna:

_________________________

Einf.spil 1

Velta 1

Spaðaspil 1

Kúpa 2

Ásavelta 2

Grand 2

Sóló 2 og pott

Spaðasóló 3 og pott

Hrein 3 og pott

Hrein ouvert 6 og pott

 

Hafi sagnhafi sagt »tótus« og vinnur, bætist oftast ein »bit« við. Standi sagnhafi ekki við að taka »tótus«, fær hann greitt fyrir unnið spil, en verður síðan að endurgreiða eina »bit« til mótherja og í pott.

 

Sagnhafi borgar mótherjum og í pott fyrir:

_________________________

 

»Bit« »Krúkk« »Remis«

Einf.spil 1 2 1

Velta 1 2 1

Spaðaspil 1 2 1

Kúpa 2 +1 f.hvern slag –

Ásavelta 2 3 2

Grand 2 3 2

Sóló 2* 3* 2

Spaðasóló 3* 4* 3

Hrein 3* 4* –

Hrein ouvert 6* 8* –

 

* táknar, að sagnhafi verði að tvöfalda fjárhæð í potti.

 

 

 

 

 

Reykjavík, 19. maí 1989

Ágúst H. Bjarnason

 

 

Leitarorð:

98 Responses to “Lomber”
 1. Anna G Þórhallsdóttir says:

  Sæll aftur,
  Áttu þetta hefti útprentað? Þá vildi ég gjarnan kaupa það.
  Takk kærlega og góðar kveðjur
  Anna Guðrún Þórhallsdóttir

 2. amigurumi tavşan tarifi says:

  very very very good

 3. Stromectol says:

  Order Celexa Online

 4. natual forms of cialis

 5. Propecia says:

  Generic Viagra For Less

 6. emurmouri says:

  https://buytadalafshop.com/ – generic cialis 20mg

 7. Synthroid Overnight Delivery

 8. Plaquenil says:

  Pillola Cialis Prezzo

 9. SMOONREST says:

  https://buyplaquenilcv.com/ – hydroxychloroquine uses

 10. Zithromax says:

  Dosage Of Cephalexin

 11. joypehops says:

  http://buyneurontine.com/ – gabapentin for dogs side effects

 12. Neurontine says:

  cialis purchases

Leave a Reply