LATNESK OG ÍSLENZK JURTAHEITI
(Upphafið)
DICOTYLEDONES
GRASATAL J.H.
|
Latnesk og íslenzk heiti á plöntutegundum í Grasatali Jónasar Hallgrímssonar eins og þau eru réttust talin nú um stundir. | ||
Ranunculaceœ |
Sóleyingar |
Ranunculaceae |
Sóleyjaætt |
Thalictrum | Thalictrum | ||
alpinum |
krossgras, brjóstagras, kverkagras. |
alpinum |
brjóstagras |
Ranunculus | Ranunculus | ||
aquatilis v. capillaceus |
lónasóley |
eradicatum |
lónasóley |
reptans |
skriðsóley |
reptans |
flaga- eða liðasóley |
glacialis |
dvergasóley |
glacialis |
jöklasóley |
*nivalis |
snæsóley |
nivalis |
vex ekki hér |
*Lapponicus |
finnasóley |
lapponicus |
vex ekki hér |
hyperboreus |
norðsóley |
hyperboreus |
trefjasóley |
acris |
brennisóley |
acre |
brennisóley |
*polyanthemos | polyanthemos |
vex ekki hér |
|
repens |
greinasóley |
repens |
skriðsóley |
Caltha | Caltha | ||
palustris |
lækjasóley, hófblaðka |
palustris |
hófblaðka |
Papaveraceœ |
Svöfnungar |
Papaveraceae |
Draumsóleyjaætt |
Papaver | Papaver | ||
nudicaule |
melasól, svefnurt |
radicatum |
melasól |
Cruciferœ |
Krossungar |
Brassicaceae |
Krossblómaætt |
Nasturtium | Rorippa | ||
palustre |
lindablóm |
palustris (e.t.v. islandica) |
kattarjurt (?) |
Arabis | Arabis | ||
alpina |
gæsakál |
alpina |
skriðnablóm |
Arabidopsis | |||
petræa v. hispida |
do. |
petraea |
melablóm |
petræa v. hastulata |
do. |
petraea |
melablóm |
Cardamine | Cardamine | ||
*bellidifolia |
lambaklukka |
bellidifolia |
jöklaklukka |
*hirsuta |
loðklukka |
hirsuta |
lambaklukka |
*intermedia | intermedia |
vex ekki hér |
|
pratensis |
hrafnaklukka (kattarbalsam) |
pratensis |
hrafnaklukka |
Draba | Draba | ||
*alpina |
gæsablóm |
oxycarpa |
fjallavorblóm |
muricella |
do. |
stellata |
vex ekki hér |
hirta |
do. |
glabella |
túnvorblóm |
hirta v. oblongata |
do. |
do. |
do. |
incana |
do. |
incana |
grávorblóm |
*muralis |
do. |
muralis |
vex ekki hér |
Erophila | (Erophila) | ||
vulgare | verna |
vorperla |
|
Cochlearia | Cochlearia | ||
officinalis |
skarfakál |
officinalis |
skarfakál |
*Danica |
do. |
danica |
vex ekki hér |
Anglica |
do. |
anglica |
vex ekki hér |
Thlaspi | Lepidium | ||
*campestre |
pungarfi, hjartarfi |
campestre |
(akurperla) |
Cakile | Cakile | ||
maritima |
strandbúi |
maritima |
fjörukál |
Capsella | Capsella | ||
bursa pastoris |
smalapungur |
bursa-pastoris |
hjartarfi |
Subularia | Subularia | ||
*aquatica | aquatica |
alurt |
|
Sinapis | Sinapis | ||
*pratensis [sic.] |
mustarður |
arvensis (?) |
(arfamustarður) |
Violaceœ |
Fjólungar |
Violacae |
Fjóluætt |
Viola | Viola | ||
palustris |
fjóla, mýrifjóla |
palustris |
mýrfjóla |
canina |
týsfjóla |
canina |
týsfjóla |
tricolor |
brekkusóley, blóðsóley, þrenn ingargras |
tricolor |
þrenningarfjóla |
Droseraceœ |
Sóldöggvar |
Droseraceae |
Sóldaggarætt |
Drosera | Drosera | ||
rotundifolia |
sóldögg |
rotundifolia |
sóldögg |
*longifolia |
do. |
longifolia |
vex ekki hér |
Parnassiaceae |
Mýrasóleyjaætt |
||
Parnassia | Parnassia | ||
palustris |
mýrisóley |
palustris |
mýrasóley |
Caryophyllaceœ |
|
Caryophyllaceae |
Hjartagrasaætt |
Silene | Silene | ||
inflata v. maritima | uniflora | holurt | |
Atocion | |||
*rupestris | rupestre |
vex ekki hér |
|
Silene | |||
acaulis |
lambagras, gulltoppur, holtarót, harðaseigjur. |
acaulis |
lambagras |
Lychnis | Lychnis | ||
flos cuculi |
múkahetta |
flos-cuculi |
munkahetta |
Viscaria | Viscaria | ||
alpina |
kveisugras, augnfró; fjallaljós |
alpina |
ljósberi |
Sagina | Sagina | ||
procumbens | procumbens |
skammkrækill |
|
Spergula | Spergula | ||
*arvensis |
vallskurfa |
arvensis |
skurfa |
Sagina | |||
nodosa |
liðskurfa |
nodosa |
hnúskakrækill |
saginoides |
langskurfa |
saginoides |
langkrækill |
(spergella) subulata |
fimmungur |
subulata |
broddkrækill |
Stellaria | Stellaria | ||
media |
miðstjarna |
media |
haugarfi |
Edwardsii |
játvarðsstjarna |
longipes |
vex ekki hér |
humifusa | humifusa |
lágarfi |
|
crassifolia v. subalpina |
dulstjarna |
crassifolia |
stjörnuarfi |
Minuartia | |||
biflora |
tvístjarna |
biflora |
fjallanóra |
Cerastium | |||
cerastoides |
hástjarna |
cerastoides |
lækjafræhyrna |
Arenaria | Minuartia | ||
rubella |
rauðsandi |
rubella |
melanóra |
rubella v. hirta |
loðsandi |
rubella |
melanóra |
Arenaria | |||
ciliata v. [humifusa] |
skeggsandi |
norvegica |
skeggsandi |
serpyllifolia |
smásandi |
serpyllifolia |
vex ekki hér |
Honckenya | |||
peploides |
fjöruarfi, berjaarfi, smeðjukál |
peploides |
fjöruarfi |
Cerastium | Cerastium | ||
vulgatum |
músareyra |
fontanum |
vegarfi |
holosteoides |
do. |
fontanum v. holosteoides |
vex ekki hér |
alpinum |
do. |
alpinum |
músareyra |
viscosum |
[do.]. |
fontanum |
vegarfi |
latifolium |
[do.]. |
nigrescens v. laxum |
fjallafræhyrna |
Lin[ac]eœ |
Línungar |
Linaceae |
Línætt |
Linum | Linum | ||
catharticum |
villihör |
catharticum |
villilín |
Geraniaceœ |
Blágresingar |
Geraniaceae |
Blágresisætt |
Geranium | Geranium | ||
sylvaticum |
blágresi, litunargras |
sylvaticum |
blágresi |
pratense |
engjablágresi |
pratense |
(garðablágresi) |
|
|
Hippuridaceae |
Lófótsætt |
Hippuris | Hippuris | ||
vulgaris |
hrossatagl (marhálmur austanlands) |
vulgaris |
lófótur |
________________________
|
|
Scrophulariaceae |
Grímublómaætt |
Veronica | Veronica | ||
beccabunga |
vatnsarfi |
beccabunga |
vex ekki hér |
officinalis |
æruprís |
officinalis |
hárdepla |
________________________
|
|
Lentibulariaceae |
Blöðrujurtarætt |
Pingvicula | Pinguicula | ||
vulgaris |
lyfjagras, kæsisgras, Jóns-gras |
vulgaris |
lyfjagras |
alpina |
fjallalyf |
alpina |
fjallalyfjagras |
________________________
|
|
Zosteraceae |
Marhálmsætt |
Zostera | Zostera | ||
marina |
marhálmur |
angustifolia |
marhálmur |
Grasatal Jónasar Hallgrímssonar, sem hér birtist, er tekið upp úr bókinni Rit eftir Jónas Hallgrímsson, V. Smágreinar dýrafræðilegs efnis, ævisaga o.fl., Reykjavík 1937, bls. 126-128.
Í fyrstu tveimur dálkum er Grasatalið eins og það birtist í ofanritaðri bók. Í tveimur dálkum þar á eftir er grasatalið lagað að flokkunarfræði eins og hún er núna.
Í skýringum með Grasatalinu segir: »Latnesku heitin eru rúmar 17 síður (dálkar); er óvíst hver hefir skrifað þau eða hvern þátt hann á í þessari skrá, en víst virðist þessi uppskrift hafa verið gerð fyrir hann og hann ætlað sér að setja íslenzku jurtaheitin við allar jurtirnar. Hér eru prentaðar að eins fyrstu síðurnar og síðan fáein einstök nöfn, sem Jónas hefir einnig sett íslenzk heiti við.«
Augljóst virðist, að latnesku nöfnin eru tekin beint upp úr skrá, sem birtist í ritinu Minéralogie et Géologie eftir E. Robert (Paris 1840) í níu binda ritröðinni Voyage en Islande et au Groënland, sem gefin var út að loknum hinum mikla leiðangri undir forystu Paul Gaimard 1935. – Skráin er til komin þannig, að E. Robert fékk Jens Laurentius Moestue Vahl (1796-1854) til þess að endurskoða gömul, íslenzk plöntutöl með tilliti til þeirra tegunda, sem til voru í dönskum söfnum. Jens L. M. Vahl þessi var lyfjafræðingur og mikill áhugamaður um grasafræði. Hann var aðstoðarmaður í grasa- og bókasafni í Kaupmannahöfn, ferðaðist víða um Evrópu og til Grænlands í leit að plöntum og tók þátt í leiðangri P. Gaimards til Spitsbergens. Til Íslands mun hann aldrei hafa komið.
Plöntuskrá J. Vahls, Liste des plantes que l‘on suppose exister en Islande, er níu síður í tveimur dálkum og birt á eftir stuttri ritgerð um gróður á Íslandi, Observations sur la végétation en Islande (bls. 337-370 í ofan nefndu riti).
Ekki hefur unnizt tími til þess að bera skrá J. Vahls saman við eldri skrár, sem þó nokkrar eru til. Þessar eru helztar:
Ártal |
Höfundur |
Heiti |
1770 | O. F. Müller | Enumeratio Stirpium in Islandia sponte crescentium |
1772 | Johan Zoëga | Flora Islandica – Sjá Ferðabók Eggerts og Bjarna |
1786 | Nikolai Mohr | Forsög til en Islandsk Naturhistorie |
1811 | G. S. Mackenzie | Travels in the Island of Iceland during the summer of the year 1810 |
1813 | W. J. Hooker | List of Icelandic Plants |
1821 | A. M. Mørch | Óbirt skrá |
1824 | Theodor Gliemann | Geographische Beschreibung von Island |
1830 | Oddur J. Hjaltalín | Íslenzk grasafræði |
Í plöntuskrá J. Vahls eru taldar 394 tegundir og afbrigði blómplatna og 397 blómleysingjar, alls 791 tegund (sjá Þorv. Thoroddsen: Landfræðis. Íslands, IV:190). Í skránni eru aðeins latnesk nöfn og þær tegundir merktar með stjörnu (*), sem höfundur telur fulla vissu fyrir að vaxi á Íslandi.
Grasatal Jónasar er bein afritun á plöntuskrá J. Vahls. Örfáar stafsetningarvillur hafa slæðzt inn og eru þær leiðréttar hér án athugasemda; þá tíðkaðist á þessum árum að tákna afbrigði (varietas, var. eða v.) með grískum bókstöfum, β og γ, en í stað þeirra er hér höfð skammstöfunin v. Þá eru í Grasatali Jónasar á hinn bóginn þær tegundir merktar með stjörnu (*), sem óvíst er að vaxi á Íslandi, öfugt við það, sem er í skrá J. Vahls. Grunur leikur á, að ein villa sé í báðum skránum. Ekki hefur tekizt að finna tegundina Sinapis pratensis og hníga öll rök að því, að hér sé átt við S. arvensis.
Flokkunarkerfi plantna hefur vissulega breytzt mikið frá dögum Jónasar. Engu að síður er auðvelt að ráða við hvaða tegundir er átt hverju sinni. Margar tegundir hafa flutzt á milli ættkvísla, nýjar kvíslir skilgreindar og einni tegund skipt í tvær eða jafnvel þrjár aðrar. Sem dæmi má nefna ættkvíslina Arenaria, sem klofin hefur verið í þrjár: Arenaria, Minuartia og Honckenya. Slíkar skiptingar sjást greinilega í töflunni. Þá eru hér íslenzk nöfn á slæðingum höfð innan sviga.
Hnýsilegast í Grasatali Jónasar Hallgrímssonar eru réttilega íslenzku plöntunöfnin. Þar sem hér er því miður aðeins um útdrátt úr talinu að ræða, er ekki vitað, hvort fleiri íslenzk nöfn komi þar fyrir.
Um íslenzku plöntunöfnin verður vonandi fjallað í öðrum pistli síðar.
ÁHB / 20.11.2012