Posted in

Markverð tíðindi af mosum

Blað af Bryoerythrophyllum rubrum úr safni höfundar. Ljósm. ÁHB.
Blað af Bryoerythrophyllum rubrum úr safni höfundar. Ljósm. ÁHB.

 

Blað af Bryoerythrophyllum rubrum úr safni höfundar. Ljósm. ÁHB.
Blað af Bryoerythrophyllum rubrum úr safni höfundar. Ljósm. ÁHB.

AFARMIKIL gróska er í rannsóknum á mosum víðast hvar í heiminum. Hér á landi er það lögbundið hlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands að sinna þeim, en þar hefur lítið sem ekkert verið gert síðan Bergþór Jóhannsson (1933-2006) lét af störfum 2003. Þeir, sem gefa sig að mosum »af nokkurri alvöru« hér á landi, eru svo fáir, að telja má þá á fingrum sér. Lítils er að vænta af þeim, enda er það aðeins tómstundagaman þeirra flestra.

Huub van Melick.
Huub van Melick.


Árið 2009 kom hingað hópur evrópskra mosafræðinga, og í honum voru bæði leikir menn og lærðir. Lítið hefur frétzt af söfnun þeirra. Þó hefur Hollendingur einn, Huub van Melick, greint mér frá því, að hann hafi fundið hvorki meira né minna en níu tegundir, sem eru nýjar fyrir Ísland. Slíkt verður að teljast til meiri háttar tíðinda. Tegundirnar eru:

Lifurmosar (soppmosar):
Athalamia hyaline
Fossombronia incurva
Gymnomitrion obtusum
Nardia compressa (hefur reyndar áður verið getið héðan, en ekki staðfest)

Blaðmosar (baukmosar):
Bartramia pomiformis
Bryoerythrophyllum rubrum
Funaria arctica
Plagiomnium affine
Desmatodon leucostoma (syn. Tortula leucostoma)

Í raun er þessi árangur með ólíkindum. En það segir okkur kannski það, að margt er ógert hér á landi í þessum efnum. Búast mátti við sumum þessara tegunda en aðrar koma mjög á óvart.
Huub van Melick er mikilvirtur innan raða mosafræðinga í heimalandi sínu og hefur víða komið að rannsóknum á þeim bæði einn og með öðrum.

Sjá má lista yfir íslenzkar tegundir lifurmosa og blaðmosa.

 

ÁHB / 20.1. 2013

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).