Posted in

Hólsfjöll og Hellisheiði


Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir svo um færð:
Hálkublettir og éljagangur er á Mývatnsöræfum, hálkublettir á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Jökuldal sem og á Fjarðarheiði, hálka er á Hellisheiði eystri.
(Heimild: Vegagerðin, 29.8.2012.)

Maður spyr sig: Hvernig er færð á Hólsfjöllum? Þau eru þó allstórt svæði á milli Mývatns- og Möðrudalsöræfa. – Hellisheiði er á milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa; oft nefnd Hellisheiði eystra, aldrei Eystri-Hellisheiði.

ÁHB/29.8.12

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).