Rauðskrokksjökull
Eitt sinn síðla sumars stóðu þeir við glugga í Safnahúsinu við Hverfisgötu Páll Eggert Ólason prófessor og Hallgrímur bókavörður.
Þá verður Hallgrími litið til Esjunnar og segir: „Nei, sérðu, Páll, það er enn snjór í Esjunni.“
„Já, veiztu það ekki, að þetta er jökull,“ sagði Páll Eggert.
„Nú, hvað heitir hann“ spyr þá Hallgrímur.
„Rauðskrokksjökull,“ svaraði Páll að bragði.
Gekk þá Hallgrímur í burtu.
Hallgrímur andaðist snögglega á Hótel Skjaldbreið í Vonarstræti 1945. Sagt var, að kjötbiti hefði setið fastur í hálsinum á honum. Að Hallgrími látnum var ort:
Floginn er til fegri landa,
friðnum hvílir í.
Hallaði sér og hætti að anda
Hallgrímur redboddý.
Höfundur: Elís Ó. Guðmundsson, skömmtunarstjóri.
Svo og þetta:
Líður sál um ljósan geim
laus við kvöl og dauða.
Nú hefur Bakkus borið heim
barn sitt Hallgrím rauða.
Höfundur: Friðfinnur Ólafsson, forstjóri.