Líkræða yfir gömlum drykkjumanns ræfli
Fyrir skömmu birti eg stuttan pistil „Vandasamt þjófnaðarmál“, þar sem sagt er frá meiðyrðamáli, sem Rannveig Helgadóttir á Kotströnd höfðaði á hendur séra Ólafi Magnússyni í Arnarbæli í nafni líks hálfbróður hennar, Eyjólfs ljóstolls.
Nú hefur ágætur vinur minn bent mér á, að kafli úr líkræðu prests birtist í blaðinu Templar 8. október 1911.
Ræðan vakti undrun og hneykslan margra. Skömmu síðar birtist ádrepa í blaðinu Ingólfi og fylgir hún hér á eftir þessari dæmalausu líkræðu.

Templar
XXIV. Reykjavik, 8. okt. 1911 15. blað. Ritstjóri Jón Árnason prentari
Líkræða yfir gömlum drykkjumanns ræfli
■— — — Og á ógæfubrautinni, sem hann þannig
komst inn á strax í æskunni, hélt hann svo
áfram alla tíð á meðan æfin entist, þessi
framliðni maður. — Með hverju árinu varð hann æ
meiri og meiri aumingi, altaf sökk hann
dýpra og dýpra ofan í fen óreglunnar;
altaf minkaði siðferðisþrekið til þess að
veita spillingunni viðnám. Hinir ágætu
andlegu og líkamlegu hæfileikar, sem
hann upphaflega var gæddur, urðu svo
gott sem að engu, eða jafnvel verra en
að engu, í solli og spillingu heimsins.
— Enginn yðar, vinir mínir, þarf um
það að spyrja, hver hún var, ógæfan,
sem hann rataði í, þessi Iátni maður,
því yður er það öllum kunnugt, að það
var ógæfan mikla, drykkjubölið, sem
svo margan afbragðsmanninn hefir eyðilagt
fyr og síðar. — En þegar vér lítum
á æfiferil þessa vesæla manns, og
þegar vér hugsum oss, hvílíkur nyt-
semdarmaður hann hefði getað orðið,
slíkur hæfileikamaður, sem hann var að
upplagi, þá getur oss naumast annað en
óað við hugsunarhætti þeirra manna,
sem friðlausir berjast með hnúum og
hnefum fyrir því, að haldið sé framvegis
í landinu þeirri ólyfjan, sem valdið
hefir tímanlegri ógæfu, ekki að eins
þessa framliðna manns, heldur og fjölda
margra annara fyr og siðar, og það ekki
síst þeirra, sem voru yfirburðamenn að
andlegum hæfilegleikum. — — Og vér
spyrjum sjálfa oss: gera þessir menn,
sem vilja halda voðanum áfram í landinu,
þrátt fyrir yfirlýstan vilja mikils
meiri hlula þjóðarinnar, gera þeir sér
grein fyrir hverju þeir eru að reyna að
fá til vegar komið? Vita þeir sjálfir
hvílíka þjóðarógæfu þeir vilja fá áfram
lögfesta í landinu? — Engum heilvita
manni dettur í hug að láta óvita börn
ná í voða; líkurnar fyrir því að tjón
hljótist af, ef þau hafa hönd á honum,
eru svo miklar, að enginn vill eiga það
á hættu. En erum vér mennirnir ekki
allir saman meiri og minni börn í ýmsum
skilningi, þótt vér séum fullorðnir
taldir að árunum til? Og hefir ekki
áfengiseitrið reynst miklu háskalegri voði
fullorðnu börnunum, heldur en nokkurntíma
hnífar og skæri óvitunum? Ég
held að þetta sé svo augljós sannleikur,
að ekki þurfi um að deila; og að minsta
kosti er framliðni maðurinn, sem liggur
þarna í líkkistunni, eitt af Ijósu dæmunum
um þetta. — Það er meira en
sorglegt að sjá hina beztu hæfileika fara
mikið ver en til einskis, bara vegna
einnar ástæðu, einnar hættu, sem ekki
tekst að sigra, en auðvelt er að gera
landræka. Þjóðin okkar er sannarlega
ekki svo rík af hæfileikamönnum, að
hún megi við því að missa þá á þennan
hátt. – Ó.

Líkræðan í „Templar”.
Vér prentuðum upp í síðasta blaði
„kafla úr líkræðu”, er birtist í blaðinu
„Templar” um daginn, og sem þar er
sagt að flutt hafi verið nýlega. Vér
gátum þess þar, að vér teldum það ó-
líklegt, að nokkur prestur þessa lands
gæti hafa haldið jafn svívirðilega ræðu
yfir framliðnum manni, og misbrúkað á
þann hátt, sem þar er sagt, stöðu sína
til að svala banngræðgi sinni. Svo ó-
geðslega „agitation” höfðum vér aldrei
trúað að andstæðingar vorir leyfðu sér,
að þeir gætu ekki setið á sér að nota
til þess grafir framliðinna að prédika boð-
skap sinn. Vér vildum helst mega trúa
því, að „Templar” hefði skrökvað þessu
upp, og búið til líkræðuna sjálfur.
Svo mun þó ekki vera. Oss er nú
sagt, að það sé satt, að þessi rœða hafi
verið haldin; oss er sagt að presturinn,
sem það hafi gert, sé séra Ólafur Magnússon
í Arnarbæli; og ræðan hafi verið
haldin yfir Eyjólfi sál. Magnússyni barnakennara,
sem kallaður var oft ljóstollur.
Það hryggir oss, að þetta skuli vera
satt. Vér erum reiðubúnir til að mæta
andstæðingum vorum hvar sem er, og
rökræða við þá hvar sem er; en
við opnar grafir dauðra manna er oss
meinað að mæta þeim, og þar myndum
vér heldur ekki telja sæmilegt að
ræða við þá pólitísk mál, þann stað
teljum vér friðhelgan og höfðum líka
búist við, að þeir teldu hann friðhelgan.
Þetta tiltæki prestsins er svo ógeðslegt
og svo Ijótt, að vér þykjumst mega
vænta þess, að biskup landsins telji það
skyldu sína að átelja það opinberlega. Kirkjunni getur ekki verið neinn vegsauki
að því, ef menn geta átt það á
hættu að presturinn flytji bannfyrirlestur
í stað líkræðu, eða að verða að
hlusta á hina hempuklæddu drottins
þjóna svívirða og sverta framliðna ættingja
og vini í gröfinni, banninu til
vegsemdar.
Þetta er alvörumál, og vér verðum
að telja það ósæmilegt og illa farið, ef
hér er ekki þegar i stað tekið alvarlega
í taumana.
Ingólfur
- árg. 1911. 49. tölublað (5.12 1911)
ÁHB / 4. nóvember 2015