Posted in

Áfengisvarnarnefnd í Þverárhlíðarhreppi

Gústaf A. Jónasson frá Sólheimatungu, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, skipaði Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk að tilnefna tvo menn í áfengisvarnarnefnd Þverárhlíðarhrepps, en sjálfur hafði hann skipað formanninn Þórð á Högnastöðum, sem lézt skyndilega.

Davíð skrifaði um hæl og tilnefndi þá Runólf í Norðtungu og Eggert í Kvíum í nefnd með Þórði.

Fékk hann brátt heldur ónotalegt bréf frá ráðuneytinu, því að þeir Runólfur og Eggert voru báðir dauðir.

Davíð svaraði um hæl og spurði, hvort nefndin ætti ekki að halda fundi eins og aðrar nefndir gerðu oftast. Nú væri Þórður dauður fyrir allnokkru, og „ég vildi umfram allt, að nefndin yrði fundarfær og tilnefndi því þessa tvo látnu heiðursmenn,” sagði Davíð á Arnbjargarlæk.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).