Posted in

Á JÓLUM 2015

 

Þótt veturinn markist af veðraþyt
mun veröldin skarta fögrum lit
við stjörnuhimins geislaglit;
við höldum nú jól að helgum sið
og hljóðlega skulum við boða frið,
svo öllu lífi gefist grið.   

Við finnum öll hvað eitt lítið ljós
lifnar og glæðist við minnsta hrós.

 

Sendi öllum, sem vilja meðtaka kveðju mína, óskir um fagnaðarrík jól og friðsæld á ári nýju.

Vegni ykkur sem bezt um ókomin ár.

 

ÁHB / 23. desember 2015

 Untitled

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).