Enginn sendi inn lausn á vísnagátunni á dögunum. Lausnarorðið var: renna (no. og so.)
Jafnan er á húsum hám; [(þak-)renna]
holdugir þess óska. [renna, leggja af]
Hlaupararnir tipla‘ á tám; [renna, hlaupa]
tvístrast á svelli ljóska. [rennur, verður gliðsa]
Þá kemur hér önnur. Lausnarorðið er sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð.
Vera á þessum viði‘ er gott;
verður oft með hvelli.
Hljóta slíkir háð og spott;
helzt það prýðir velli.
Fleiri verða gáturnar ekki í bráð.
Næsti pistill fjallar um grundvallargerð köngla.