Posted in

Hálfrefir

Á fyrri hluta síðustu aldar starfaði lögfræðingur einn hér í bæ, sem var svo stakur óhirðumaður um flest, sem að honum vissi, meðal annars barneignirnar, að hann hafði ekki tölu á þeim. Sagan segir, að hann hafi átt 3 eða 4 börn á ári, þegar hann stóð upp á sitt bezta, en aðeins tvö með konu sinni.

Einu sinni hitti síra Bjarni lögfræðinginn á götu og sagði: „Ég var að skíra barn fyrir yður í gær.“ – „Nú, já, var það þetta á Nýlendugötunni?“ segir lögfræðingurinn. – „Nei, ég skírði það á föstudaginn var,“ segir síra Bjarni. – „Eh- jæja, var það þá þetta á Hlíðarhúsastígnum?“ spyr lögmaður. – „Nei, ekki var nú það,“ segir síra Bjarni, – „það var á Ægisgötunni, — þér hafið haldið yður við Vesturgötuna núna. Í fyrra voru öll börnin, sem ég skírði fyrir yður, á milli Vatnsstígs og Vitastígs.“

 

Síra Bjarni tók aldrei neitt fyrir að skíra lausaleiksbörn þessa manns; og svo munu aðrir prestar einnig hafa gert, svo framarlega sem barnsmóðirin var úr sama hreppi.

 

ÁHB / 18. desember 2014

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).