Posted in

Gerlar sem grenna


Á ahb.is hefur áður verið fjallað um bakteríur (gerla) í þörmum (sjá til dæmis hér og einnig hér.
Hin síðari ár hefur mönnum orðið æ betur ljóst en áður, að bakteríur hafa mun meiri áhrif á starfsemi líkamans en menn héldu.
Nýverið var greint frá því, að ofurþungar mýs, sem voru mataðar á sérstakri þarma-bakteríu, léttust umtalsvert. Nú binda menn vonir við, að svipað gildi um menn og þá er unnt að hafa áhrif á fólk, sem þjáist af offitu og sykursýki-2.
Reyndar hefur þessu ekki enn verið beitt á menn og ekki vitað um gagnsemina, en engu að síður eru vísbendingarnar margar.

Margsinnis hefur verið staðfest, að þarmaflóran hefur áhrif á heilsufar manna. Baktería sú, sem mýsnar fengu heitir Akkermansia muciniphila. Vitað er, að hún lifir eðlilega í slímu (slímhimnu) í maga á mönnum. Þá hefur það verið staðfest, að verulega dregur úr vexti hennar, þegar menn fitna. Mýsnar, sem fengu þessa bakteríu, misstu helming af umframfitu án þess að fara á sérstakt fæði. Að auki komst betra jafnvægi á insúlínframleiðsluna í brisinu.

Benda má á, að allar þær töflur, sem seldar eru í búðum og eru sagðar  brenna fitu, hafa ekki reynzt standa undir nafni. En hver veit nema þeir tímar komi, að unnt verði að framleiða slíkar töflur.

Nánar um þetta má lesa hér:

a) sjá grein I

b) sjá grein II

ÁHB / 16. maí 2013

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).