Posted in

Óstand á síðunni ahb.is

Því miður lagðist síða mín, ahb.is, á hliðina fyrir fáum dögum. Nú er hún risin að nýju; orsakir eru ókunnar og því lítið unnt að gera máli til bjargar.

Vonandi endurtekur sagan sig ekki; ef svo fer verður að bregðast við því.

Frétzt hefur, að um einhverjar truflanir séu á tengingum í Hollandi.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).