Posted in

Lýst eftir draugi

Einn ríkasti bóndi austur í sveitum sveik jafnan undan tíund. Einu sinni taldi hann fram 11 kýr en átti 15.

Sveitungar hans tóku sig saman eitt sinn og gerðu út draug, sem var kenndur við Hellnatún, og hann drap fjórar beljur bóndans til þess „að leiðrétta hjá honum tíundina“.

Bóndi undi þessu illa og stefndi draugnum. Þetta var um þær mundir, sem spiritisminn var í mestum blóma á Íslandi.

Draugurinn mætti hvorki fyrir sáttanefnd né sýslumanni, en var dæmdur í 12 ára fangelsi af forkólfum spiritista, þeim Haraldi Níelssyni og Indriða miðli Einarssyni, en mun hafa drepizt áður en refsivistinni lauk.

Fróðlegt væri að fá ítarlegri fréttir af draugi þessum, ef einhver kann frá að segja, sem les þessar línur.

 

ÁHB / 29. marz 2015

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).