Posted in

Jarpkollupollafjall

Í sveitarfélagi nokkru var fenginn maður til þess að teikna hringsjá á stað, þar sem útsjón er mikil. Sést vítt um allar koppagrundir, suður til Herðubreiðar, langt í austur og enn lengra í norður, og mörgum örnefnum var raðað niður á skífuna.

Undir lok vinnunnar varð mönnum ljóst, að mikil eyða var í vesturátt, en þar fer mest fyrir lágum fjallgarði. Brugðu menn þá á það ráð að leita til bónda nokkurs á næsta bæ við sjónarhólinn og spyrja, hvort hann gæti ekki komið með nokkur örnefni til að fylla eyður á hringsjánni.

Bóndi brást vel við þessari málaleitan og sagði, að þarna skammt í vesturátt væri lítið fjall, sem hann kallaði Jarpkollupollafjall.

Enginn viðstaddra kannaðist við þetta nafn né gat skýrt merkingu þess, en nafnið féll vel inn í eyðuna á skífunni og var því greypt í hana.

14. ágúst 2015

ÁHB

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).