Posted in

Sonur og dóttir í sálmum kirkjunnar

Sálmar.
Sálmar.
Sálmar.
Sálmar.

»Hún [sálmabókin] gegnir lykilhlutverki í helgihaldinu og miðlar atriðum trúarinnar á margbreytilegan hátt. Sálmar tjá kenningu, trú og tilfinningar og innihalda sögur um ytri og innri ferðalög manneskjunnar á lífsins vegi. Sálmar eru birtingarmynd trúarinnar sem fylgt hefur kristinni kirkju frá öndverðu. Þeir fela í sér huggun, brýningu, áminningu og uppörvun. Þeir tjá ævinlega hið sameiginlega líf kirkjunnar, sem er líkami Krists á jörðu. Þess vegna verður kirkjan til þegar sálmur er sunginn.«
Svo skrifar Kristín Þórunn Tómasdóttir (29. 3. 2011) á vefsíðu þjóðkirkjunnar og sjálfsagt er þetta allt satt og rétt svo langt sem það nær.

Það er því fróðlegt að skoða birtingarmynd alls þessa í sálmum íslenzku þjóðkirkjunnar. Það er sjálfsagt ærið og verðugt verkefni, sem bíður síns tíma. Það má og vera, að það hafi verið gert. Hér verður aðeins vikið að örfáum atriðum, sem varða stöðu kynja.
Í sálmabókinni kemur nafnið faðir (og beygingarmyndir orðsins) fyrir 214 sinnum, en móðir (og beygingamyndir orðsins) kemur fyrir 27 sinnum.
Á sama hátt kemur orðið sonur fyrir 175 sinnum en dóttir 2 sinnum.
Persónufornöfn hann og hún tákna fleira en persónur. Engu að síður er það eftirtektarvert, að hann (honum, hans) kemur 886 sinnum fyrir en hún (hana, henni, hennar) aðeins 94 sinnum og er þá ærið oft átt við trú og kirkju.

Þetta er sú birtingarmynd, sem sálmarnir veita.

ÁHB / 7.12.2012

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).