Posted in

Pseudoscleropodium – döggmosar

P. purum er mjög stórvaxinn mosi. Ljósm. ÁHB.
P. purum er mjög stórvaxinn mosi. Ljósm. ÁHB.
Pseudoscleropodium purum. Myndin er tekin við Hvaleyrarvatn 23.4.2017. Ljósm. ÁHB.
Pseudoscleropodium purum. Myndin er tekin við Hvaleyrarvatn 23.4.2017. Ljósm. ÁHB.


Ættkvíslin Pseudoscleropodium (Limpr.) M Fleisch. (döggmosar) telst til Brachytheciaceae (lokkmosaættar) ásamt 10 öðrum kvíslum; þær eru:

Eurhynchium Schimp. (sporamosar)

Rhynchostegium Schimp. (snápmosar)

Cirriphyllum Grout (broddmosar)

Oxyrrhynchium (Schimp.) Warnst. (gaddmosar)

Kindbergia Ochyra (oddmosar)

Sciuro-hypnum Hampe (sveipmosar)

Brachythecium Schimp. (lokkmosar)

Eurhynchiastrum Ignatov & Huttunen (stingmosar)

Brachytheciastrum Ignatov & Huttunen (þyrilmosar)

Homalothecium Schimp. (prúðmosar)

Aðeins ein tegund er í þessari kvísl og er lýsing á henni látin nægja.

Pseudoscleropodium purum (Hedw.) M. Fleisch. – döggmosi

Plöntur grænar, ljósgrænar eða gulgrænar í lausum breiðum, jarðlægar eða uppsveigðar, allt að 15 cm á lengd. Þær eru oft nokkuð bústnar, fjaðurgreindar og stöngull er grænn. Blöð eru upprétt eða aðlæg, bein og mjög kúpt, 2-2,5 mm. Þau eru breiðegglaga til öfugegglaga, snubbótt eða bogadregin með stuttan, oft baksveigðan odd. Langfellingar eru greinilegar. Greinablöð svipuð en styttri, 1-2 mm. Rif einfalt og nær að blaðmiðju eða lítið eitt lengra. Engir rætlingar.
pseudosclerop_4
Frumur eru striklaga, 40-105 x 4-7 µm, hornfrumur eru ferhyrndar eða ferningslaga með þykka og holótta veggi.

Plöntur einkynja og hafa aldrei fundizt hér með gróhirzlur.

Vex í graslendi og birkikjarri. Sjaldgæf en vex á tveimur aðskildum svæðum hér á landi; annars vegar á Suðurlandi og hins vegar á Suðvesturlandi.

Sennilega er tegundin upprunnin í Evrópu en hefur dreifzt víða, meðal annars vegna þess að hún var notuð til þess að pakka inn viðkvæmum hlutum, sem voru sendir víða til annarra landa.

Helzt er hætta á að rugla tegundinni saman við Pleurozium schreberi (hrísmosa), en hann hefur rauðan eða rauðbrúnan stöngul, rif er styttra og tvöfalt og enginn oddur er á blaði.

Greinar eru snubbóttar. - Ljósm. ÁHB.
Greinar eru snubbóttar. – Ljósm. ÁHB.

 

 

 

P. purum er mjög stórvaxinn mosi. Ljósm. ÁHB.
P. purum er mjög stórvaxinn mosi. Ljósm. ÁHB.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÁHB / 23. apríl 2017