Sect. Squarrosa (2 teg.)
Sphagnum squarrosum Crome — Íturburi
*Sphagnum teres (Schimp.) Ångstr. — Bleytuburi
Stöngull er klæddur 2-4 lögum af glærfrumum.
Stöngulblöð eru stór og tungulaga; glærfrumur eru aldrei með styrktarlista og jaðarfrumur eru fáar og breikka ekki neðst í blaði.
Greinablöð eru egglaga til egg-lensulaga; blaðoddur er mjór og greinilega tenntur.
Sphagnum teres (Schimp.) Ångstr. — Bleytuburi
Miðlungsstór eða smávaxinn. Grænn, gulbrúnn til brúnn.
Kollur: Stór; oft með útréttar, ljósbrúnar greinar, en hvirfill ljósgrænn, toppsproti áberandi, keilulaga (gott einkenni).
Stöngull: Grænn eða brúnn; klæddur 2-4 lögum af glærfrumum; 0,5-0,7 mm að þvermáli.
Stöngulblöð: 1,2-1,3 x 0,8-1,1 mm; tungulaga; 2-5 frumuraðir af jaðarfrumum, breikkar ekki neðst. Blaðoddur þverstýfður eða bogadreginn, trosnaður.
Glærfrumur í fremri hluta blaðs án styrktarlista og óskiptar nema í blaðhornum.

Greinaknippi: 4-6 greinar; 2 eða 3 útstæðar og 2 eða 3 hangandi og eru þær mjórri en hinar og jafnvel lengri.
Greinablöð: 1,0-1,3 x 0,5-1,2 mm; egglaga til egglensulaga, kúpt. Blöð mjókka snögglega eða smám saman um miðju fram í mjóan, tenntan odd. Jaðarfrumur 1-3 frumuraðir.
Glærfrumur með frekar stór 1-8 göt/frumu á ytra borði en 3-5 göt/frumu á innra borði. Göt eru færri eftir því sem kemur framar í blaðið. Mjókka ekki til endanna (sbr. S. squarrosum).
Grænfrumur trapisulaga eða þríhyrndar og veit breiðari hluti þeirra að ytra (neðra) borði.

Algengasta Sphagnum-tegundin á Íslandi og vex um nær allt land í mýrum, við ár og læki, í deigu kjarri og á bersvæði sé raki nægur.
Getur líkzt S. squarrosum, einkum í skugga; einnig S. girgensohnii (sjá síðar).