
HARÐAR DEILUR voru í brezka þinginu á þriðja áratug síðustu aldar sem oft áður. Nancy Astor (1879-1964) hét einn skeleggasti andstæðingur Winstons S. Churchills (1874-1965) á þeim árum. Eitt sinn tók hún svo til orða:
Væri ég gift yður, herra Churchill, myndi ég setja eitur út í kaffi yðar.
Churchill lét ekki æsa sig frekar en fyrri daginn, sté í pontu, þagði dágóða stund, en sagði svo:
Ef ég væri kvæntur yður, frú Astor, (svo kom löng þögn), myndi ég drekka kaffið.