Tag Archives: aðalbláberjalyng

Bjöllulyng ─ Vaccinium

Written on August 27, 2012, by · in Categories: Flóra

Uppruni orðsins vaccinium er óviss. Ef til vill skylt latneska orðinu bacca, ber (varla tengt vacca, kýr). Ættkvíslin bjöllulyng (Vaccinium L.) tilheyrir lyngætt (Ericaceae). Innan hennar eru uppréttir, uppsveigðir, jarðlægir eða skriðulir, oft kræklóttir, runnar og smárunnar með sívalar eða strendar greinar. Blöðin eru stilkstutt, ýmist sí- eða sumargræn, með flatar eða niðurorpnar rendur. Blóm […]

Lesa meira »

Lyngætt – Ericaceae

Written on August 13, 2012, by · in Categories: Flóra

Til lyngættar (Ericaceae) teljast jurtir, smárunnar, runnar og tré með heil, oft leðurkennd, barrlík, sí- eða sumargræn blöð. Blöðin eru stakstæð, gagnstæð eða kransstæð, á stundum í stofnhvirfingu. Blóm eru regluleg (óregluleg hjá Rhododendron), tvíkynja, fjór- eða fimm-deild. Bikar er oft samblaða. Krónan er laus- eða samblaða, oft bjöllulaga en getur verið lítil og ósjáleg. […]

Lesa meira »