Almennt

Bakteríur stjórna hegðun okkar

Skrifað um August 26, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í tímaritinu BioEssays birtist forvitnileg grein um svengd manna. Þar er því haldið fram, að bakteríur, sem lifa í meltingarfærum stjórni á vissan hátt, hvað það er, sem við borðum. Það eru fræðimenn við marga bandaríska háskóla, sem hafa tekið þátt í þessari rannsókn.Í meltingarvegi lifa bakteríur, sem samtals vega um 1,5 kg og frumufjöldi […]

Lesa meira »

Töfralausnir

Skrifað um August 12, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Umræða um landgræðslumál hefur tekið umtalsverðum breytingum síðast liðna áratugi. Í fyrstu mótmæltu menn almennt, að uppblástur ætti sér stað á Íslandi og flestir töldu sauðfjárbeit vera gróðri til bóta. Á næsta stigi töldu „málsmetandi menn“, að unnt væri að bæta og styrkja gróður með því að dreifa áburði og sá dönskum túnvingli á afrétti […]

Lesa meira »

Riðið úr Þórsmörk í Laugar og þá í Ásólfsstaði

Skrifað um July 20, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  Hákon Bjarnason: Útdráttur úr dagbók 1936 Þann 11. júní vorum við eftirtaldir staddir á Þórsmörk: Árni Einarsson í Múlakoti, Skúli Skúlason ritstjóri, Einar G. E. Sæmundsen [Einar yngri] og ég. Þá voru þar og Einar E. Sæmundsen og nokkrir verkamenn. Við Árni höfðum bollalagt að gaman væri að fara syðri Landmannaleið upp úr Þórsmörk […]

Lesa meira »

Baráttan við bakteríur

Skrifað um June 19, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum að loka þurfti um tíma deild á Landspítala vegna skæðrar bakteríu, sem herjaði þar. Þetta er svo kallað mósa-smit, sem er skammstöfun fyrir Meticilin ónæmur Staphylococcus aureus; það er bakterían S. aureus, sem er ónæm fyrir lyfinu meticilini. En bakteríur (gerlar) ónæmar fyrir lyfjum eru ekki aðeins […]

Lesa meira »

Enn eitrar Vegagerðin

Skrifað um June 15, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Siðast liðið sumar vakti eg athygli á, að Vegagerðin hafði úðað eiturefninu Roundup (eða Clinic) allvíða meðfram vegum til þess að halda vegaröxlum hreinum af gróðri. Sjá hér: http://ahb.is/eiturefnahernadur-med-vegum/ Blöð og útvarp tóku upp þessa frétt, sem kom fólki verulega á óvart, og urðu margir til þess að lýsa óánægju sinni með þetta verklag Vegagerðarinnar. […]

Lesa meira »

Sóðaleg umhirða á trjám

Skrifað um May 28, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Sérhver tegund af fræplöntum hefur sérstakt og einkennandi útlit eða vaxtarlag, svo að oft er auðvelt að greina á milli tegunda úr fjarska. Þetta á sérlega við um trjátegundir og er jafnan auðvelt að greina tegundir, þó að þær séu lauflausar. Vaxtarlag (arkitektonik) trjánna markast meðal annars af hlutfallslegri lengd, gildleika og fjölda hliðargreina […]

Lesa meira »

Y-litningur hverfur í mörgum körlum með aldrinum

Skrifað um May 3, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  Í líkamsfrumum manna eru 46 litningar; 22 pör samlitninga og eitt par kynlitninga (venjulega táknað 2n=46). Samlitningarnir eru eins í körlum og konum, en kynlitningaparið í konum er XX og XY í körlum.   Þegar frumur í fólki fjölga sér við það, að ein fruma (móðurfruma) verður að tveimur, tvöfaldast litningarnir og skiptast jafnt […]

Lesa meira »

Fyrir sjötíu árum

Skrifað um April 6, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í ár eru 70 ár frá því mynd þessi var tekin að afloknum fundi skógarvarða með skógræktarstjóra. Þá voru skógarverðir aðeins fjórir og eg er ekki viss, hvort nokkur annar hafi þá starfað á skrifstofunni í Rvík nema skógræktarstjóri einn, þó má það vera. Framlög til skógræktarmála þetta árið voru 268 þúsund krónur en tekjur […]

Lesa meira »

Umferðarkennsla í matreiðslu

Skrifað um March 31, 2014, by · in Flokkur: Almennt

„Umferðarkennslan getur fært nýtt líf í hverja sveit, veitt hlýjum straumum í skapgerð hverrar konu, útrýmt gömlum venjum, en skilið eftir menningu og manndáð.” Kona sú, sem þetta ritar, var fröken Jóninna Sigurðardóttir. Enginn Íslendingur hafði jafnmikil áhrif á þróun íslenskrar matargerðar á fyrri hluta 20. aldar og hún. Fröken Jóninna, eins og hún var […]

Lesa meira »

Ferð Eldeyjar-Hjalta til kóngsins Kaupinhafnar

Skrifað um February 25, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Ferð Eldeyjar-Hjalta til kóngsins Kaupinhafnar Hákon Bjarnason skráði Það mun hafa verið í janúar eða febrúar 1947 (frekar en 1948), að Hjalti vinur minn Jónsson, skipstjóri, hringir til mín og spyr, hvort ég geti skotið sér niður að höfn í bíl. Þetta var um fjögur leytið og spurði ég einskis en kom til Hjalta innan […]

Lesa meira »
Page 9 of 19 1 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 19